Erlent

22 námuverkamenn létust í Kína

Minnst tuttugu og tveir létust í sprengingu í kolanámu í vesturhluta Kína í nótt. Rúmlega sextíu manns eru enn fastir inni í námunni en þegar hefur tekist að bjarga sex námuverkamönnum út. Öryggi í kínverskum kolanámum er mjög ábótavant og í fyrra létust meira en sex þúsund manns vegna sprenginga í námum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×