Erlent

Fellibylurinn Dennis geysist áfram

Fellibylurinn Dennis geysist nú um Suðausturströnd Bandaríkjanna á meira en fimmtíu metrum á sekúndu. Yfirvöld hafa hvatt nærri tvær milljónir manna til að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Nú þegar hafast um tíu þúsund manns við í neyðarskýlum og hótel á Suðausturströndinni eru þétt setin. Dennis náði ströndum Flórída í gær með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á hundrað og fjörutíu þúsund heimilum. Engan hefur þó enn sakað alvarlega í Bandaríkjunum og virðist Dennis ekki ætla að valda sama óskunda þar og fellibylurinn Ívan gerði fyrir röskum tíu mánuðum síðan. Hins vegar létust minnst tuttugu manns þegar Dennis fór yfir Karabískahafið um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×