Innlent

Fjársöfnun fyrir vinnufélaga

Vagnstjórar hjá Strætó bs. hafa hrundið af stað fjársöfnun fyrir starfsbróður sinn sem lenti í alvarlegu slysi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar á föstudag. Undirskriftalistum hefur verið komið upp á nokkrum stöðum hjá Strætó, hjá Hagvögnum, Allrahanda og Teiti Jónassyni sem allir sinna verktöku fyrir Strætó. Bílstjórinn slasaðist alvarlega, en hann kastaðist út úr strætisvagninum við áreksturinn. Hann missti annan fótinn við hné og eru miklir áverkar á hinum fætinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×