Erlent

Fjórir fengu að kenna á hornunum

Naut stungu fjóra hlaupara með hornum sínum í nautahlaupinu í Pamplona í gær. Fjöldi annarra hlaupara slasaðist lítillega í hlaupinu sem dregið hefur að sér mikinn mannfjölda líkt og undanfarin ár. 24 ára karlmaður varð verst úti. Hann fékk tvö stungusár á hlaupunum. Annar fékk horn nauts í afturendann og sá þriðji í andlitið. Þrettán hafa látist í nautahlaupinu frá 1924, sá síðasti árið 1995. Hlaupið stóð yfir í þrjár mínútur, sem er óvenju stuttur tími. Flestir slösuðust þegar þeir féllu við eða þegar naut runnu og féllu á þá. Tífalt fleiri eru í Pamplona meðan á nautahlaupinu stendur en aðra daga ársins, íbúarnir eru 200 þúsund en tvær milljónir voru í Pamplona í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×