Pólverjum er ekki fisjað saman 23. ágúst 2005 00:01 "Ég ætlaði bara að vera eitt til tvö ár en nú eru þau orðin átta, " segir Aleksandra sem kom til Ísafjarðar árið 1997 og fór að vinna í fiskvinnslu til að byrja með en hún undi sér ekki í slorinu og því var hún fegin þegar hún fékk vinnu á fjórðungssjúkrahúsinu. En Damian kom hinsvegar hingað til lands fyrir þremur árum til að vinna í fiskvinnslunni á Bíldudal. Þar voru fyrir all nokkrir pólverjar sem meðal annars voru kunnugir Aleksöndru og í gegnum þá urðu þeirra fyrstu kynni. Damian var iðinn við að keyra frá Bíldudal til Ísafjarðar til að heimsækja sín heittelskuðu. Fyrir tæpu ári festu þau svo kaup á einbýlishúsi á Bíldudal. Damian vinnur í byggingarvinnu þar í bæ við góðan orðstýr en Aleksandra er í fæðingarorlofi en Roxana litla dóttir þeirra er nokkra mánaða gömul. Pólverjar geta meira en flakað fisk"Íslendingar eru gott fólk," segir Damian, "það eina sem ég hef út á þá að setja er að stundum örlar á fordómum hjá þeim gagnvart Pólverjum en það virkar bara hvetjandi á mig til þess að sýna þeim hvað í mér býr. Eitt af því sem Íslendingar hafa bitið í sig og á ekki við nokkur rök að styðjast er sú trú þeirra að Pólverjar geti ekkert annað en flakað fisk. Ég er nú búinn að gera mitt til að afsanna þá vitleysu," segir Damian sem er rómaður í allri Vestubyggð fyrir mikla handlagni. Damian skríður heldur ekki með veggjum þó hann sé útlendingur og hefur hann þegar sýnt burði til þess að verða einn af athafnamönnum bæjarins. "Ég er búinn að kaupa þetta einbýlishús hér og núna er ég að gera það upp, það fer allur minn frítími í það. Svo var ég næstum því búinn að kaupa blokkina hérna á Bíldudal en ég átti næst hæsta tilboðið. Hefði hún komið í minn hlut hefði ég stofnað verktakafyrirtæki sem hefði þá séð um að gera hana upp og síðan tekið að sér önnur verkefni en ekkert varð úr því að þessu sinni, kannski læt ég þó verða að þessu seinna." Geta ekki flutt í burtuÞegar Damian kom til Bíldudals voru um það bil tuttugu pólverjar í bænum. "Þeim fer nú hríðfækkandi enda eru útlendingarnir oftast fyrstir til að fara þegar harðna tekur á dalnum en ég held að það séu um fimmtán pólverjar sem séu fluttir frá því fiskvinnslunni var lokað í júlíbyrjun," segir Damian. Aleksandra er frá borginni Gdansk og hún segir að dvölin á Bíldudal sé oft á tíðum erfið fyrir stórborgarbarnið. Einnig á hún tvær dætur á unglingsaldri frá fyrra hjónabandi, þær Camilu og Milenu, og eru þær farnar að ókyrrast þar sem fátt er til boða í litlu þorpinu sem unglingar sækjast eftir. "Þær vilja komast í dans, skreppa í bíó og svona," segir Aleksandra, "en það er ekki bara þær sem eru farnar að ókyrrast því mér finnst alveg ómögulegt að geta ekki verslað almennilega í matinn án þess að þurfa að leggja land undir fót svo ég vil endilega að við förum að flytja héðan." Damian er hinsvegar alinn upp í litlu þorpi og unir hag sínum vel á Bíldudal þó hann telji það fjölskyldunni fyrir bestu að þau fari að hugsa sér til hreyfings. Þó er einn hængur á; "nú erum við búin að kaupa hús og ég er að verða búinn að gera það upp en hver ætti svo sem að kaupa það fyrir það verð sem því sæmir núna þegar ástandið hér í þorpinu er eins og það er? Við pökkum ekki niður og flytjum héðan bara sísvona, það er alveg ljóst," segir Damian. Aftur til PóllandsÞó Pólverjar í Vestubyggð, aðallega á Bíldudal og Patreksfirði, leggi sig í líma við að halda hópinn segja þau hjónin að Íslendingar og Pólverjar tengist engu að síður vinarböndum. "Næstum því allir læra íslensku og eiga jafnt íslenska sem pólska vini og svo eru þau ófá hjónaböndin hér um slóðir sem eru pólsk-íslensk," segir Aleksandra. "Og krakkarnir fara í íslenskan skóla, læra íslensku og eru alveg eins og hver önnur börn í þessu landi." En þó gerir heimþráin oft vart við sig hjá þeim hjónum. "Pólland er dásamlegt land," segir Damian og tekst allur á loft við endurminningarnar. Hann segir mestar líkur á því að þau flytji aftur til Póllands þegar rætist úr atvinnuástandinu þar en hann segir ekki langt í það. "Þó veit maður aldrei, ég færi nú ekki mikið ef ég væri búinn að kaupa heila blokk og kominn á stað með verktakafyrirtæki," segir hann. Hann segir þó ýmislegt líkt með Pólverjum og Íslendingum. "Það er náttúrlega ekkert launungarmál að báðar þessar þjóðir eru þekktar fyrir að þykja sopinn góður," segir hann og hlær. "Fólkið er almennt duglegt í þessum tveimur löndum en þó er ýmislegt ólíkt með þessum þjóðum líka. Til dæmis myndi enginn heilvita Pólverji líta við íslenska þorramatnum," segir Damian og skellihlær. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
"Ég ætlaði bara að vera eitt til tvö ár en nú eru þau orðin átta, " segir Aleksandra sem kom til Ísafjarðar árið 1997 og fór að vinna í fiskvinnslu til að byrja með en hún undi sér ekki í slorinu og því var hún fegin þegar hún fékk vinnu á fjórðungssjúkrahúsinu. En Damian kom hinsvegar hingað til lands fyrir þremur árum til að vinna í fiskvinnslunni á Bíldudal. Þar voru fyrir all nokkrir pólverjar sem meðal annars voru kunnugir Aleksöndru og í gegnum þá urðu þeirra fyrstu kynni. Damian var iðinn við að keyra frá Bíldudal til Ísafjarðar til að heimsækja sín heittelskuðu. Fyrir tæpu ári festu þau svo kaup á einbýlishúsi á Bíldudal. Damian vinnur í byggingarvinnu þar í bæ við góðan orðstýr en Aleksandra er í fæðingarorlofi en Roxana litla dóttir þeirra er nokkra mánaða gömul. Pólverjar geta meira en flakað fisk"Íslendingar eru gott fólk," segir Damian, "það eina sem ég hef út á þá að setja er að stundum örlar á fordómum hjá þeim gagnvart Pólverjum en það virkar bara hvetjandi á mig til þess að sýna þeim hvað í mér býr. Eitt af því sem Íslendingar hafa bitið í sig og á ekki við nokkur rök að styðjast er sú trú þeirra að Pólverjar geti ekkert annað en flakað fisk. Ég er nú búinn að gera mitt til að afsanna þá vitleysu," segir Damian sem er rómaður í allri Vestubyggð fyrir mikla handlagni. Damian skríður heldur ekki með veggjum þó hann sé útlendingur og hefur hann þegar sýnt burði til þess að verða einn af athafnamönnum bæjarins. "Ég er búinn að kaupa þetta einbýlishús hér og núna er ég að gera það upp, það fer allur minn frítími í það. Svo var ég næstum því búinn að kaupa blokkina hérna á Bíldudal en ég átti næst hæsta tilboðið. Hefði hún komið í minn hlut hefði ég stofnað verktakafyrirtæki sem hefði þá séð um að gera hana upp og síðan tekið að sér önnur verkefni en ekkert varð úr því að þessu sinni, kannski læt ég þó verða að þessu seinna." Geta ekki flutt í burtuÞegar Damian kom til Bíldudals voru um það bil tuttugu pólverjar í bænum. "Þeim fer nú hríðfækkandi enda eru útlendingarnir oftast fyrstir til að fara þegar harðna tekur á dalnum en ég held að það séu um fimmtán pólverjar sem séu fluttir frá því fiskvinnslunni var lokað í júlíbyrjun," segir Damian. Aleksandra er frá borginni Gdansk og hún segir að dvölin á Bíldudal sé oft á tíðum erfið fyrir stórborgarbarnið. Einnig á hún tvær dætur á unglingsaldri frá fyrra hjónabandi, þær Camilu og Milenu, og eru þær farnar að ókyrrast þar sem fátt er til boða í litlu þorpinu sem unglingar sækjast eftir. "Þær vilja komast í dans, skreppa í bíó og svona," segir Aleksandra, "en það er ekki bara þær sem eru farnar að ókyrrast því mér finnst alveg ómögulegt að geta ekki verslað almennilega í matinn án þess að þurfa að leggja land undir fót svo ég vil endilega að við förum að flytja héðan." Damian er hinsvegar alinn upp í litlu þorpi og unir hag sínum vel á Bíldudal þó hann telji það fjölskyldunni fyrir bestu að þau fari að hugsa sér til hreyfings. Þó er einn hængur á; "nú erum við búin að kaupa hús og ég er að verða búinn að gera það upp en hver ætti svo sem að kaupa það fyrir það verð sem því sæmir núna þegar ástandið hér í þorpinu er eins og það er? Við pökkum ekki niður og flytjum héðan bara sísvona, það er alveg ljóst," segir Damian. Aftur til PóllandsÞó Pólverjar í Vestubyggð, aðallega á Bíldudal og Patreksfirði, leggi sig í líma við að halda hópinn segja þau hjónin að Íslendingar og Pólverjar tengist engu að síður vinarböndum. "Næstum því allir læra íslensku og eiga jafnt íslenska sem pólska vini og svo eru þau ófá hjónaböndin hér um slóðir sem eru pólsk-íslensk," segir Aleksandra. "Og krakkarnir fara í íslenskan skóla, læra íslensku og eru alveg eins og hver önnur börn í þessu landi." En þó gerir heimþráin oft vart við sig hjá þeim hjónum. "Pólland er dásamlegt land," segir Damian og tekst allur á loft við endurminningarnar. Hann segir mestar líkur á því að þau flytji aftur til Póllands þegar rætist úr atvinnuástandinu þar en hann segir ekki langt í það. "Þó veit maður aldrei, ég færi nú ekki mikið ef ég væri búinn að kaupa heila blokk og kominn á stað með verktakafyrirtæki," segir hann. Hann segir þó ýmislegt líkt með Pólverjum og Íslendingum. "Það er náttúrlega ekkert launungarmál að báðar þessar þjóðir eru þekktar fyrir að þykja sopinn góður," segir hann og hlær. "Fólkið er almennt duglegt í þessum tveimur löndum en þó er ýmislegt ólíkt með þessum þjóðum líka. Til dæmis myndi enginn heilvita Pólverji líta við íslenska þorramatnum," segir Damian og skellihlær.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira