Mótmælendur verða kærðir 26. júlí 2005 00:01 Þrír Bretar voru handteknir við Kárahnjúka í fyrrinótt eftir að til átaka kom milli lögreglu og á þriðja tug mótmælenda á vinnusvæði virkjunarinnar. Mótmælendurnir höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar auk þess að vinna skemmdarverk á vinnuvélum að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. "Mótmælendur voru með æsing og læti og veittust að lögreglu þegar handtökur fóru fram," segir Helgi. Átökin hófust upp úr miðnætti í gærkvöld þegar mótmælendur urðu ekki við beiðni lögreglu um að yfirgefa vinnusvæðið að sögn Helga. Tveir lögregluþjónar hafi þegar verið staddir á Kárahnjúkum en barst á næstu klukkustundum liðsauki frá Egilsstöðum og Eskifirði, auk lögregluþjóna frá Ríkislögreglustjóra. Flestir voru lögregluþjónarnir tólf á svæðinu. "Það gekk ekki auðveldlega að eiga við svo stóran hóp af fólki," segir Helgi. Þó hafi lögreglu að lokum tekist að koma fólkinu út af vinnusvæðinu þar sem þau hafi verið völd að truflunum og skemmdum. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af að sögn Helga. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hyggst kæra mótmælendurna og verður farið í undirbúning þess strax á næstu dögum að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtæksins. Ómar segir umtalsverðar skemmdir hafa verið unnar á vinnuvélum fyrirtækisins, bæði rúður og ljósluktir hafi verið sprautaðar með málningu auk þess sem dýr vinnuvél sé óstarfhæf vegna þess að lyklum að henni hafi verið kastað út í móa og þeir ekki fundist. "Við hljótum í kjölfar þessara atburða að fara fram á aukna löggæslu við Kárahnjúka," segir Ómar. "Það er ekki í verkahring okkar að stöðva lögbrot á Íslandi." Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, segir Landsvirkjun hafa hvatt undirverktaka til þess að kæra skemmdir á vinnutækjum og skúrum. Skemmdarverkin hafi bitnað á fleiri verktökum en Impregilo. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Þrír Bretar voru handteknir við Kárahnjúka í fyrrinótt eftir að til átaka kom milli lögreglu og á þriðja tug mótmælenda á vinnusvæði virkjunarinnar. Mótmælendurnir höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar auk þess að vinna skemmdarverk á vinnuvélum að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. "Mótmælendur voru með æsing og læti og veittust að lögreglu þegar handtökur fóru fram," segir Helgi. Átökin hófust upp úr miðnætti í gærkvöld þegar mótmælendur urðu ekki við beiðni lögreglu um að yfirgefa vinnusvæðið að sögn Helga. Tveir lögregluþjónar hafi þegar verið staddir á Kárahnjúkum en barst á næstu klukkustundum liðsauki frá Egilsstöðum og Eskifirði, auk lögregluþjóna frá Ríkislögreglustjóra. Flestir voru lögregluþjónarnir tólf á svæðinu. "Það gekk ekki auðveldlega að eiga við svo stóran hóp af fólki," segir Helgi. Þó hafi lögreglu að lokum tekist að koma fólkinu út af vinnusvæðinu þar sem þau hafi verið völd að truflunum og skemmdum. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hlaust af að sögn Helga. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo hyggst kæra mótmælendurna og verður farið í undirbúning þess strax á næstu dögum að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa fyrirtæksins. Ómar segir umtalsverðar skemmdir hafa verið unnar á vinnuvélum fyrirtækisins, bæði rúður og ljósluktir hafi verið sprautaðar með málningu auk þess sem dýr vinnuvél sé óstarfhæf vegna þess að lyklum að henni hafi verið kastað út í móa og þeir ekki fundist. "Við hljótum í kjölfar þessara atburða að fara fram á aukna löggæslu við Kárahnjúka," segir Ómar. "Það er ekki í verkahring okkar að stöðva lögbrot á Íslandi." Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kárahnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun, segir Landsvirkjun hafa hvatt undirverktaka til þess að kæra skemmdir á vinnutækjum og skúrum. Skemmdarverkin hafi bitnað á fleiri verktökum en Impregilo.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent