Erlent

Seldi dóttur sína í vændi

Fjörutíu og fjögurra ára gamall karlmaður var dæmdur í níu ára fangelsi í Svíþjóð fyrir að nauðga dóttur sinni og selja hana í barnavændi á aldursbilinu fjögurra til níu ára. Fjórir menn í viðbót eru sakfelldir fyrir að beita stúlkuna kynferðislegu ofbeldi, allir yngri en faðirinn; tveir voru dæmdir í tveggja ára fangelsi, hinir tveir bíða niðurstöðu geðrannsóknar áður en dómur verður upp kveðinn. Enginn þessara fimm manna hefur áður hlotið dóm. Faðirinn var jafnframt dæmdur fyrir að beita jafnöldru dóttur sinnar kynferðislegu ofbeldi og áreita fimm litlar stúlkur í viðbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×