Erlent

Prinsessan verður flengd

Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf. Málið er litið sérstaklega alvarlegum augum þar sem teitið fór fram meðan á hinni fornu umchwasho-hátíð stóð en þá dansa hreinar meyjar fyrir konunginn og velur hann sér eiginkonu úr þeirra hópi. Hátíðin var endurvakin fyrir nokkrum árum til þess að hvetja til skírlífis en alnæmi er alvarlegt vandamál í landinu. Prinsessan verður að líkindum hýdd fyrir athæfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×