Erlent

Ofbeldisklám bannað

Breska ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvarp þar sem varsla ofbeldistengds kláms verður gerð refsiverð. Bretland yrði fyrst Vesturlanda sem bannaði slíkt. Kveikjan að banninu er morð á konu sem fyrir tveimur árum var kyrkt af kunningja sínum. Hann viðurkenndi að sækja mjög í slíkt klámefni. Samtök sem berjast gegn klámi fögnuðu fréttunum í gær en baráttuhópar fyrir skoðanafrelsi segja að ekkert bendi til þess að ofbeldisklám leiði af sér ofbeldishegðun. Auk ofbeldiskláms yrðu dýraklámmyndir og myndir af náriðlum ólöglegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×