Hátt í hundrað látnir í hamförum 30. ágúst 2005 00:01 Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. Katrín hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í New Orleans, Missisippi, og Alabama. Þó að betur hafi farið en á horfðist í New Orleans þegar Katrín sveigði fram hjá hjarta borgarinnar á síðustu stundu í gær er borgin algjörlega lömuð og þúsundir húsa eru á kafi. Mikil skelfing greip um sig í borginni í morgun þegar flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain í skefjum brast og vatn æddi með gríðarlegum krafti inn í borgina. Vatnið í borginni náði sjö metra dýpi þar sem verst lét og um 80 prósent borgarinnar var á floti eftir að stíflan brast. Öll grunnþjónusta New Orleans lá að mestu niðri í dag. Rafmagnslínur eru ónýtar, stór pálmatré liggja á víð og dreif og bílar fljóta eins og hráviði um alla borg. Fjölmörg hús eru gjörónýt og þær fáu götur sem ekki eru á floti eru þaktar glerbrotum og öðru rusli. Ljóst er að hreinsunarstarf mun taka fleiri vikur og það mun taka marga mánuði að koma borginni almennilega af stað á nýjan leik eftir yfirreið Katrínar. Það bætir ekki úr skák að fjölmargir óprúttnir náungar hafa farið ránshendi um borgina og í dag voru sett herlög til að sporna við gripdeild. Björgunarmenn unnu þrekvirki í New Orleans í gær og björguðu meðal annars mörg hundruð manns sem höfðu flúið upp á húsþök. Og þó að allir hafi bjargast að lokum voru ýmsir hætt komnir. Einn þeirra sagðist hafa öðlað nýja virðingu fyrir móður Náttúru eftir glímuna við hana. Meira en milljón manns yfirgáfu borgina áður en Katrín kom og þeir sem urðu eftir flúðu flestir inn í Superdome-höllina. Sumir fóru þó hvergi og sögðust ekki eiga í nein hús að venda. Þá töldu aðrir að hamfarirnar yrðu ekki svo miklar. Þegar horft er á afleiðingar Katrínar er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig ástandið væri ef hún hefði lent beint á hjarta borgarinnar sem stendur að miklu leyti undir sjávarmáli. Í strandsýslum í Missisippi var fólk verr undir Katrínu búið og minnst áttatíu hafa týnt lífi í Missisippi, þar af ekki færri en 50 í bænum Biloxi einum þar sem 30 létust í einu vetfangi þegar sterk vindhviða skall á stóru íbúðarhúsi. Enn hefur ekki tekist að komast að nokkrum íbúðarhverfum sökum vatnselgs og óttast er að fleiri en hundrað hafi týnt lífi. Meira en milljón manns eru án rafmagns um gjörvalla suðurströnd Bandaríkjanna og að sögn yfirvalda gætu liðið allt að tveir mánuðir þar til rafmagn kemst á aftur. Fellybylurinn er einhver sá öflugasti sem farið hefur yfir Bandaríkin og talið er að fjárhagslegt tjón af völdum hamfaranna undanfarinn sólarhring nemi á milli fimmtán hundruð og tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. Katrín hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar í New Orleans, Missisippi, og Alabama. Þó að betur hafi farið en á horfðist í New Orleans þegar Katrín sveigði fram hjá hjarta borgarinnar á síðustu stundu í gær er borgin algjörlega lömuð og þúsundir húsa eru á kafi. Mikil skelfing greip um sig í borginni í morgun þegar flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain í skefjum brast og vatn æddi með gríðarlegum krafti inn í borgina. Vatnið í borginni náði sjö metra dýpi þar sem verst lét og um 80 prósent borgarinnar var á floti eftir að stíflan brast. Öll grunnþjónusta New Orleans lá að mestu niðri í dag. Rafmagnslínur eru ónýtar, stór pálmatré liggja á víð og dreif og bílar fljóta eins og hráviði um alla borg. Fjölmörg hús eru gjörónýt og þær fáu götur sem ekki eru á floti eru þaktar glerbrotum og öðru rusli. Ljóst er að hreinsunarstarf mun taka fleiri vikur og það mun taka marga mánuði að koma borginni almennilega af stað á nýjan leik eftir yfirreið Katrínar. Það bætir ekki úr skák að fjölmargir óprúttnir náungar hafa farið ránshendi um borgina og í dag voru sett herlög til að sporna við gripdeild. Björgunarmenn unnu þrekvirki í New Orleans í gær og björguðu meðal annars mörg hundruð manns sem höfðu flúið upp á húsþök. Og þó að allir hafi bjargast að lokum voru ýmsir hætt komnir. Einn þeirra sagðist hafa öðlað nýja virðingu fyrir móður Náttúru eftir glímuna við hana. Meira en milljón manns yfirgáfu borgina áður en Katrín kom og þeir sem urðu eftir flúðu flestir inn í Superdome-höllina. Sumir fóru þó hvergi og sögðust ekki eiga í nein hús að venda. Þá töldu aðrir að hamfarirnar yrðu ekki svo miklar. Þegar horft er á afleiðingar Katrínar er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig ástandið væri ef hún hefði lent beint á hjarta borgarinnar sem stendur að miklu leyti undir sjávarmáli. Í strandsýslum í Missisippi var fólk verr undir Katrínu búið og minnst áttatíu hafa týnt lífi í Missisippi, þar af ekki færri en 50 í bænum Biloxi einum þar sem 30 létust í einu vetfangi þegar sterk vindhviða skall á stóru íbúðarhúsi. Enn hefur ekki tekist að komast að nokkrum íbúðarhverfum sökum vatnselgs og óttast er að fleiri en hundrað hafi týnt lífi. Meira en milljón manns eru án rafmagns um gjörvalla suðurströnd Bandaríkjanna og að sögn yfirvalda gætu liðið allt að tveir mánuðir þar til rafmagn kemst á aftur. Fellybylurinn er einhver sá öflugasti sem farið hefur yfir Bandaríkin og talið er að fjárhagslegt tjón af völdum hamfaranna undanfarinn sólarhring nemi á milli fimmtán hundruð og tvö þúsund milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira