Innlent

Unnur Birna varla búin að átta sig á sigrinum

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var valin Ungfrú heimur í Sanya í Kína í dag. Alls kepptu 102 stelpur frá jafnmörgum þjóðlöndum í keppninni en aðeins 15 þeirra komust í úrslit.

Unnur Birna sagði í samtali við NFS fréttastofuna rétt í þessu, að hún sé varla enn búin að átta sig á sigrinum. Unnur sagðist hafa gapað þegar úrslitin voru tilkynnt. Unnur Birna er þriðja íslenska konan sem hlýtur titilinn. Árið 1985 hlaut Hólmfríður Karlsdóttir titilinn og árið 1988 var Linda Pétursdóttir valin Ungfrú heimur. Keppnin í ár er söguleg en þetta er í fyrsta sinn sem áhorfendur geta greitt atkvæði með símakosningu og haft þannig áhrif á hvaða stúlkur komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×