Innlent

Jólagleði Kramhússins í Borgarleikhúsinu í kvöld

Það verður sannkölluð fjömenningarveisla á Jólagleði Kramhússins sem haldin er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar munu um 160 þátttakenur stíga á stokk og sýna listir sínar en óhætt er að segja að þar leynist margir snillingar.

Þetta er í tuttugasta og þriðja sinn sem Jólagleði Kramhússins er haldin en sýningin hefur vaxið ár frá ári. Líkt og venjulega verður fjölþjóðleg stemming ríkjandi á sýningunni en þar verður meðal annars sýndur Flamenco dans, salsa, hip hopp, magadans ásamt fleiri dönsum undir stjórn kennara Kramhússins sem koma frá ellefu löndum. Það verða þvíófá dansspor stigin í kvöld en auk þess verða fjölbreytt skemmtiatriði á Jólagleðinni.Það var létt yfir mannskapnum á æfingunni í dag og jólastressið var víðs fjarri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×