Innlent

Sameiningarskýrsla kynnt

Ný skýrsla sem PARX hefur unnið vegna sameiningar Hafnarfjarðar og Voga verður kynnt á morgun, en vinna við undirbúning sameiningarkosninga stendur nú sem hæst. Skýrsluna má nálgast á vef sveitarfélaganna og í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuverinu og á hreppsskrifstofunni í Vogum. Um næstu helgi stendur til að bjóða upp á kynnisferðir í sveitarfélögin. "Íbúum Hafnarfjarðar verður boðið í rútuferð í Voga kl. 11.00 og Vogabúum til Hafnarfjarðar kl.14.00," segir á vef Hafnarfjarðar, en kynningarfundir verða haldnir fyrir íbúa, 28. september í Hafnarfirði og 29. september  í Vogum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×