Segja Siv hafa smalað 18. september 2005 00:01 Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira