Segja Siv hafa smalað 18. september 2005 00:01 Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Óánægja blossaði upp meðal framsóknarkvenna á landsþingi Landssambands framsóknarkvenna, LFK, sem haldið var á Ísafirði um helgina, þegar í ljós kom að stuðningsmenn Bryndísar Bjarnarson, sem sóttist eftir formannsembætti sambandsins, höfðu smalað hátt í tuttugu ungum konum á þingið til þess eins að greiða henni atkvæði. Meðal stuðningsmanna Bryndísar er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sem heyrðist hvað hæst í þegar Freyjumálið svokallaða kom upp fyrr á árinu, þegar hópur kvenna í Framsóknarfélaginu Freyju í Kópavogi, sem Siv er félagi í, smalaði hópi kvenna á aðalfund félagsins í því skyni að koma nýjum konum í stjórn félagsins. Landsþing LFK hófst í gærmorgun og voru um sextíu konur víðs vegar af landinu mættar. Seint á laugardag bættust um 20 konur í hópinn, sem komið höfðu með flugi til Ísafjarðar, þar sem þingið var haldið, til þess eins að greiða Bryndísi atkvæði þegar kjósa átti í stjórn. Elsa B. Friðfinnsdóttir var ein þeirra sem var ósátt við framgöngu stuðningsmanna Bryndísar og gagnrýndi þá opinberlega á þinginu. "Tveir kvenkyns þingmanna flokksins hvöttu til þess á þinginu á laugardag að mál væru rædd innan flokksins og þau útkljáð þar. Því fannst mér ástæða til að segja eitthvað þegar ljóst var hvernig staðið var að smölun á þingið," segir Elsa. "Það er athyglisvert að þetta er sami hópur og gagnrýndi yfirtökuna á Freyju, en beitti nákvæmlega sömu aðferðum til að tryggja þeim sem áttu sæti í stjórn LFK áframhaldandi völd," segir Elsa. Siv Friðleifsdóttir kannast ekki við að hafa tekið þátt í smölun. "Þetta var kröftugt þing og ályktað um mörg mikilvæg mál," segir hún. "Þarna mættu margar konur sem vilja starfa í samtökunum og hafa starfað í þeim lengi," segir Siv. Bryndís Bjarnarson segir engar smalanir hafa verið viðhafðar. "Þær konur sem komu með flugi á laugardagseftirmiðdag tóku þátt í kvölddagskránni og svo málefnaumræðu á þinginu í gær. Það er eðlilegt að fólk komi til að styðja þá sem bjóða sig fram. Auðvitað fylgja stuðningsmenn öllum frambjóðendum og var þetta eðlileg mæting miðað við að verið var að skipta um fólk í stjórninni," segir Bryndís.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira