Halldór tapar trúnaði flokksins 18. september 2005 00:01 Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Sjá meira
Framsóknarmenn, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, segja að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, njóti ekki lengur nægilegs trúnaðar og þurfi jafnvel að víkja, eigi að tryggja Framsóknarflokknum gott gengi í næstu þingkosningum. Með yfirlýsingu sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann lýsti yfir framboði Íslands til öryggisráðsins, hafi Halldór enn og aftur tekið ákvörðun sem ekki hafi verið samþykkt í þingflokknum. Framsóknarmenn eru ósáttir við framgöngu Halldórs af tveimur ástæðum. Annars vegar eru margir í grasrótinni óánægðir með ákvörðunina sjálfa og eru á móti því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Hins vegar er óánægja í þingflokknum yfir því að Halldór skuli hafa lýst framboði Íslands yfir og þar með gert Framsóknarflokkinn ábyrgan fyrir ákvörðuninni í stað þess að leita eftir þeirri þverpólitísku samstöðu sem auðveldlega hefði átt að nást um málið, eða jafnvel að láta Geir H. Haarde, tilvonandi utanríkisráðherra, um yfirlýsinguna eins og Davíð Oddsson, fráfarandi utanríksiráðherra, hafði lagt til. Heimildarmenn úr þingflokknum óttast að með því að lýsa yfir framboðinu hafi Halldór því gert Framsóknarflokkinn ábyrgan og að öll sú gagnrýni sem upp geti komið, annars vegar vegna kostnaðarins sem af framboðinu hlýst og hins vegar ef við náum ekki sæti, beinist þá að Framsóknarflokknum einum, en hann megi síst við því. Heimildarmenn Fréttablaðsins, innan sem utan ríkisstjórnarinnar, ganga jafnvel svo langt að segja að öll forysta flokksins þurfi að fara frá því hún hafi gerst sek um að koma flokknum í þau vandræði sem hann er nú í, með því að tryggja ekki að samráð hafi verið um stór mál innan flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Sjá meira