Öll rök séu fyrir flutningi Gæslu 18. september 2005 00:01 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins telur öll rök vera fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar verði fluttar til Keflavíkur. Forstjóri gæslunnar segir hugmyndirnar vel þess virði að skoða vandlega. Þessar hugmyndir gætu jafnvel falið í sér aukið hlutverk á sviði varnarmála dragi Bandaríkjaher enn saman seglin hér á landi. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem talar fyrir því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Eins telur Hjálmar að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eigi að flytast til Keflavíkur og taka við varnar- og öryggsþáttum ef Bandaríkjamenn ákveða að minnka eða hætta starfsemi sinni þar. Hjálmar segist telja að öll rök séu fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar verði í Keflavík, bæði vegna þess að þar sé flugvöllur og þá séu skip Landhelgisgæslunnar nær vettvangi í Keflavík, yst í Faxaflóa frekar en að vera innst. Þar að auki sé þyrlusveit varnarliðsins staðsett í Keflavík. Hjálmar telur lag að nálgast þetta núna þegar viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnarstöðvarinnar standa yfir. Hann segir að það liggi fyrir pólitískur vilji af hálfu Bandaríkjamanna að hér á landi verði varnarstöð og nú eigi að nálgast það með þeim hætti að Landhelgisgæslan með sínu öfluga starfsliði taki að sér reksturinn á varnarstöðinni á grundvelli samnings við Bandaríkin. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vel þess virði að skoða hugmyndir Hjálmars, sérstaklega í tengslum við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins telur öll rök vera fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar verði fluttar til Keflavíkur. Forstjóri gæslunnar segir hugmyndirnar vel þess virði að skoða vandlega. Þessar hugmyndir gætu jafnvel falið í sér aukið hlutverk á sviði varnarmála dragi Bandaríkjaher enn saman seglin hér á landi. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem talar fyrir því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Eins telur Hjálmar að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar eigi að flytast til Keflavíkur og taka við varnar- og öryggsþáttum ef Bandaríkjamenn ákveða að minnka eða hætta starfsemi sinni þar. Hjálmar segist telja að öll rök séu fyrir því að höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar verði í Keflavík, bæði vegna þess að þar sé flugvöllur og þá séu skip Landhelgisgæslunnar nær vettvangi í Keflavík, yst í Faxaflóa frekar en að vera innst. Þar að auki sé þyrlusveit varnarliðsins staðsett í Keflavík. Hjálmar telur lag að nálgast þetta núna þegar viðræður við Bandaríkjamenn um framtíð varnarstöðvarinnar standa yfir. Hann segir að það liggi fyrir pólitískur vilji af hálfu Bandaríkjamanna að hér á landi verði varnarstöð og nú eigi að nálgast það með þeim hætti að Landhelgisgæslan með sínu öfluga starfsliði taki að sér reksturinn á varnarstöðinni á grundvelli samnings við Bandaríkin. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vel þess virði að skoða hugmyndir Hjálmars, sérstaklega í tengslum við varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira