Erlent

Þyrluloftbrú í Pakistan

Loftbrú var mynduð með tugum herþyrlna til að flytja hjálpargögn til nauðstaddra í afskekktari byggðum í fjalllendinu í pakistanska hluta Kasmír í gær þar sem áætlað er að um hálf milljón manna sem lifði af jarðskjálftann mikla um þarsíðustu helgi bíði þess enn að þeim berist aðstoð. Forseti Pakistans bað þjóðir heims um að leggja til fleiri tjöld og tilheyrandi búnað til að koma megi bráðabirgðaþaki yfir höfuð þeirra milljóna manna sem misstu heimili sín í hamförunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×