Erlent

Umdeildar kosningar í Kenýa

Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist. Í stjórnarskránni sem kosið er um kveður einnig á um aukið jafnrétti kynjanna g stigþróun og endurbætur í landbúnaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×