Erlent

Margir Spánverjar þekkja ekki söguna

Fasistakveðja nærri Madríd. 
Hægrisinnaðir fasistar vottuðu Franco virðingu sína með fastistakveðju.
Fasistakveðja nærri Madríd. Hægrisinnaðir fasistar vottuðu Franco virðingu sína með fastistakveðju.

Spánverjar minntust þess í gær að þá voru liðin 30 ár síðan einræðisherrann Francisco ­Franco­­ lést og grunnur var lagður að því lýðræðislega ríki sem Spánn er í dag. Var þéttsetinn bekkurinn í dómkirkjunni í Dal hinna föllnu ­­skammt­ frá höfuðborginni Madríd þar sem Franco er grafinn en þar var haldin messa.

Spánverjar eru margir hverjir enn klofnir í afstöðu sinni til einræðisherrans og fóru bæði fram göngur til minningar um hann en einnig göngur til að minnast fórnarlamba hans víða í borgum á Spáni. Enn þann dag í dag finnast fjöldagrafir í landinu þar sem fórnarlömb dauðasveita hans liggja, en þrátt fyrir það er 40 ára ógnarstjórn hans að mestu ókunn ungu fólki. Nýleg könnun sýnir að einn af hverjum þremur Spánverjum vissi ekki að Franco hrifsaði völdin af lýðræðislega kjörinni stjórn á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×