Erlent

Lögreglan stóð í kókaínsmygli

Eitthvert hlé verður gert á baráttu yfirvalda í Gvatemala gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Æðsti yfirmaður stofnunar þar í landi, sem sett var á fót til að sporna við sölu og smygli á fíkniefnum, var handtekinn í Bandaríkjunum nýlega vegna gruns um að hafa ætlað að smygla tvö þúsund kílóum af kókaíni til landsins.

Málið er hið vandræðalegasta fyrir stjórnvöld í Gvatemala. Innanríkisráðherrann hefur nú lofað að opinber rannsókn muni fara fram á málinu og að allt verði gert til að svona muni ekki endurtaka sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×