Erlent

Storkur fær gervigogg

Storkurinn Taisa. Plastgoggurinn var festur á með tannlími.
Storkurinn Taisa. Plastgoggurinn var festur á með tannlími.

Japanski storkurinn Taisa, sem missti framan af goggnum í fyrra eftir að hann flæktist í vír, fékk í gær sérsmíðaðan gervigogg sem gæslumenn hans festu á hann. Storkurinn hafði horast frá því goggurinn brotnaði þar sem hann átti erfiðara með að éta og leiðir skildu með honum og lífsförunaut hans, að því er Kyodo-fréttastofan hafði eftir starfsmönnum Omoriyama-dýragarðsins í Akita.

Storkar af þessari tegund eru í útrýmingarhættu og því mikið reynt til að tryggja viðgang stofnsins sem eftir er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×