Innlent

Áhrifa stýrivaxta loks farið að gæta

MYND/Róbert

Seðlabanki Íslands hækkað í dag stýrivexti um 0,25 prósentur. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, segir að svo virðist sem áhrifa stýrivaxtahækkana undanfarið sé loks farið að gæta. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarna mánuði, en ekki nóg, að mati bankastjórnar Seðlabankans.



Markmið Seðlabankans eru þau að verðbólga á árinu verði sem næst tveimur og hálfu prósenti. En verðbólga nú er hins vegar rúm fjögur prósent. Davíð telur aðgerðirnar nú nægilegar í bili til að vinna á verðbólgunni

Tónninn í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabanka Íslands, er ekki eins harður nú og hann var þegar ritið var síðast gefið út í lok september. Davíð Oddsson segir að vísbendingar séu um að ástandið nú sé betra en þá. Margt bendir til þess að húsnæðisverð hafi náð hámarki og í ársfjórðungsriti bankans segir að ef gengi krónunnar helst tiltölulega hátt og stöðugt séu töluverðar líkur á verðhjöðnun vöruverðs. Stýrivaxtahækkanir hafi dregið úr spennu en þó ekki nóg svo nauðsynlegt sé að hækka núna um 25 punkta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×