Enn tapar Samfylking fylgi 2. desember 2005 12:25 Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans mælist nú rétt um 26% sem er það lægsta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því Ingibjörg Sólrún tók við. Hún hafnar því að óeining ríki innan þingflokksins en segir forystuna verða að taka á sig tap, eins og fylgisaukningu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups mælist nú fylgi Samfylkingar 26%. Það er lægsta fylgi flokksins á þessu kjörtímabili. Ingibjörg segir það vissulega vera áhyggjuefni að fylgi flokksins skuli vera komið eins langt niður og raun beri vitni. "Þetta væri vissulega slæmt ef um væri að ræða kosningaúrslit og því er ljóst að við verðum þétta raðirnar," segir Ingibjörg. "Ég er þó viss um að þær breytingar sem nú eiga sér stað í innra starfi flokksins eigi eftir að skila sér þegar fram í sækir." Flokkurinn hefur nú tapað fylgi í hverri skoðanakannakönnuninni á eftir annarri frá því Ingibjörg tók við formennsku. En tapið nemur um átta prósentustigum. Er það ekki áhyggjuefni að mati Ingibjargar? "Auðvitað er aldrei hægt að tala um flokk án þess að forystan sé þar líka. Ég vill þó benda á að um það leyti sem við héldum landsfund að þá var mikil uppsveifla í fylgi flokksins í könnunum, uppsveifla sem ég tel mig nú eiga eitthvað í líka," segir hún. - En er ekki að sama skapi hægt að rekja tap á fylgi í könnunum síðustu mánuðina til þín? "Jú, eins og ég sagði, þá er forysta og flokkur auðvitað sami hluturinn og því verðum við í forystunni að taka þetta til okkar og skoða málin," segir Ingibjörg. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að vaxandi óeiningar gæti innan þingflokksins með störf Ingibjargar og að jafnvel hafi komið upp alvarlegir brestir í samstarf hennar og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokksformanns. Margrét neitar þessu raunar sjálf en þingmenn flokksins sem NFS hefur rætt við segja samstarf þeirra hafa verið erfitt. -Er það málið? Ekki segir Ingibjörg. "Nei ég kannast ekki við það. Vissulega urðum við fyrir mikilli blóðtöku þegar Guðmundur Árni og Bryndís Hlöðversdóttir yfirgáfu þingflokkinn en það koma menn í manns stað. En að uppi sé einhver ágreiningur, nei ég kannast ekki við það." Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans mælist nú rétt um 26% sem er það lægsta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því Ingibjörg Sólrún tók við. Hún hafnar því að óeining ríki innan þingflokksins en segir forystuna verða að taka á sig tap, eins og fylgisaukningu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups mælist nú fylgi Samfylkingar 26%. Það er lægsta fylgi flokksins á þessu kjörtímabili. Ingibjörg segir það vissulega vera áhyggjuefni að fylgi flokksins skuli vera komið eins langt niður og raun beri vitni. "Þetta væri vissulega slæmt ef um væri að ræða kosningaúrslit og því er ljóst að við verðum þétta raðirnar," segir Ingibjörg. "Ég er þó viss um að þær breytingar sem nú eiga sér stað í innra starfi flokksins eigi eftir að skila sér þegar fram í sækir." Flokkurinn hefur nú tapað fylgi í hverri skoðanakannakönnuninni á eftir annarri frá því Ingibjörg tók við formennsku. En tapið nemur um átta prósentustigum. Er það ekki áhyggjuefni að mati Ingibjargar? "Auðvitað er aldrei hægt að tala um flokk án þess að forystan sé þar líka. Ég vill þó benda á að um það leyti sem við héldum landsfund að þá var mikil uppsveifla í fylgi flokksins í könnunum, uppsveifla sem ég tel mig nú eiga eitthvað í líka," segir hún. - En er ekki að sama skapi hægt að rekja tap á fylgi í könnunum síðustu mánuðina til þín? "Jú, eins og ég sagði, þá er forysta og flokkur auðvitað sami hluturinn og því verðum við í forystunni að taka þetta til okkar og skoða málin," segir Ingibjörg. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að vaxandi óeiningar gæti innan þingflokksins með störf Ingibjargar og að jafnvel hafi komið upp alvarlegir brestir í samstarf hennar og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokksformanns. Margrét neitar þessu raunar sjálf en þingmenn flokksins sem NFS hefur rætt við segja samstarf þeirra hafa verið erfitt. -Er það málið? Ekki segir Ingibjörg. "Nei ég kannast ekki við það. Vissulega urðum við fyrir mikilli blóðtöku þegar Guðmundur Árni og Bryndís Hlöðversdóttir yfirgáfu þingflokkinn en það koma menn í manns stað. En að uppi sé einhver ágreiningur, nei ég kannast ekki við það."
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira