Innlent

Horfið verði frá skilyrðum

Íbúasamtök Grafarvogs fara þess á leit við þingmenn Reykjavíkur og samgönguráðherra að engin skilyrði verði um hvar fyrirhuguð Sundabraut skuli liggja í lögum um meðferð söluandvirðis Símans.

Til stendur að skilyrða ráðstöfun peninganna við svonefnda innri leið en það hugnast Grafarvogsbúum illa. Telja þeir ekki viðunandi að hendur skipulags- og framkvæmdaaðila verði bundnar með slíkum hætti. Þá er þess óskað í bréfi Íbúa­samtakanna til þingmanna að virkt samráð við fulltrúa íbúa verði skilyrt í lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×