Innlent

Þurfa að skríða til Reykjavíkur

Reykjavíkurflugvöllur. Áhyggjur af aðflugi fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa komið upp í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.
Reykjavíkurflugvöllur. Áhyggjur af aðflugi fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa komið upp í umræðum um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.

"Ef flugvöllurinn fer og þá allur aðflugsbúnaður með er væntanlega ekkert annað að gera en að fljúga aðflugið til Keflavíkur og skríða svo til Reykjavíkur í sjónflugi," segir Jón K. Björnsson, flugrekstrarstjóri hjá Þyrlu­þjónustunni í Reykjavík.

Þessi ráðstöfun gæti lengt flugtíma með sjúkling talsvert þar sem sjónflug milli Keflavíkur og Reykjavíkur í slæmum skilyrðum gengur ekki hratt fyrir sig. Ein lausn á þessum vanda er að setja upp sérstakan aðflugsbúnað í Reykjavík sem eingöngu sinnti þyrlum Landhelgisgæslunnar.

"Þetta er ákaflega kostnaðarsamur búnaður, bæði í kaupum og rekstri, sérstaklega þegar verið er að tala um græjur sem sinna Landhelgisgæslunni einvörðungu," bætir Jón við.

Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og einn eigenda Avion Group, hefur upp á síðkastið ferðast um Norður- og Austurland og kynnt fyrir fólki þær spurningar sem hann telur að þurfi að leita svara við áður en lagt er á ráðin um flutning vallarins. Aðkoma þyrlu í blindflugi er eitt þeirra atriða sem Arngrímur telur að brýnt sé að fólk kynni sér, sérstaklega ef til þess kemur að kosið verði um framtíð flugvallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×