Stjórnarandstaðan krefst frekari skýringa 7. desember 2005 06:00 Steingrímur J. Sigfússon "Var ekki Condoleezza Rice uppvís að því að fara með lygar gagnvart Írum? Það er búið að staðfesta að Bandaríkjamenn hafi verið með fangelsi í öðrum löndum þar sem þeir stunda það sem þeir kalla háþróaðar yfirheyrsluaðferðir," segir Guðjón Arnar Kristinsson, Frjálslynda flokknum, um þá yfirlýsingu Geirs Haarde utanríkisráðherra að hann sé sáttur við þau svör sem Rice gaf um fangaflug og pyntingar í leynifangelsum á vegum Bandaríkjamanna. "Það er alltaf sami undirlægjuhátturinn á ferðinni hér ef einhver pótintáti í Bandaríkjunum opnar á sér kjaftinn. Það á alltaf bara að taka það gott og gilt. Mér finnst ekki að við eigum að gera það," bætir Guðjón við. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu hefur komið fram að Geir þyki svörin fullnægjandi og hefur hann sagt að nú sé kominn ákveðinn botn í málið. Í ræðu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á dögunum sagði hún að allt sem Bandaríkin gerðu í nafni stríðsins gegn hryðjuverkum væri innan ramma laganna en neitaði þó að svara fyrirspurnum um tilvist leynifangelsa. "Það er furðulegt að reyna að túlka þessa loðmullulegu yfirlýsingu Condoleezzu Rice sem einhverja hreinsun á málinu hvað varðar okkur Íslendinga. Í raun og veru eru bæði Rice og Geir Haarde ótrúlega seinheppin vegna þess að á sama tíma birta bandarískir fjölmiðlar, Amnesty International og Mannréttindavaktin afhjúpandi upplýsingar um málið," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur bendir á að staðfestum málum um fangaflug og pyntingum í leynifangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar fari sífellt fjölgandi. "Íslensk stjórnvöld geta ekki skýlt sér á bak við það að fá eða fá ekki upplýsingar frá Bandaríkjamönnum. Okkur ber skylda til þess að rannsaka og upplýsa þessi mál," segir Steingrímur. "Það sýnir ótrúlega sáttfýsi að Geir skuli vera sáttur við þessi orð Rice vegna þess að rannsóknir fjölmiðla benda til alls annars en þess sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna fullyrðir í ræðunni. Krafan er vitaskuld sú að íslensk stjórnvöld rannsaki málið á eigin spýtur en taki ekki athugasemdalaust þeim svörum sem frá Bandaríkjunum koma," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
"Var ekki Condoleezza Rice uppvís að því að fara með lygar gagnvart Írum? Það er búið að staðfesta að Bandaríkjamenn hafi verið með fangelsi í öðrum löndum þar sem þeir stunda það sem þeir kalla háþróaðar yfirheyrsluaðferðir," segir Guðjón Arnar Kristinsson, Frjálslynda flokknum, um þá yfirlýsingu Geirs Haarde utanríkisráðherra að hann sé sáttur við þau svör sem Rice gaf um fangaflug og pyntingar í leynifangelsum á vegum Bandaríkjamanna. "Það er alltaf sami undirlægjuhátturinn á ferðinni hér ef einhver pótintáti í Bandaríkjunum opnar á sér kjaftinn. Það á alltaf bara að taka það gott og gilt. Mér finnst ekki að við eigum að gera það," bætir Guðjón við. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu hefur komið fram að Geir þyki svörin fullnægjandi og hefur hann sagt að nú sé kominn ákveðinn botn í málið. Í ræðu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á dögunum sagði hún að allt sem Bandaríkin gerðu í nafni stríðsins gegn hryðjuverkum væri innan ramma laganna en neitaði þó að svara fyrirspurnum um tilvist leynifangelsa. "Það er furðulegt að reyna að túlka þessa loðmullulegu yfirlýsingu Condoleezzu Rice sem einhverja hreinsun á málinu hvað varðar okkur Íslendinga. Í raun og veru eru bæði Rice og Geir Haarde ótrúlega seinheppin vegna þess að á sama tíma birta bandarískir fjölmiðlar, Amnesty International og Mannréttindavaktin afhjúpandi upplýsingar um málið," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Steingrímur bendir á að staðfestum málum um fangaflug og pyntingum í leynifangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar fari sífellt fjölgandi. "Íslensk stjórnvöld geta ekki skýlt sér á bak við það að fá eða fá ekki upplýsingar frá Bandaríkjamönnum. Okkur ber skylda til þess að rannsaka og upplýsa þessi mál," segir Steingrímur. "Það sýnir ótrúlega sáttfýsi að Geir skuli vera sáttur við þessi orð Rice vegna þess að rannsóknir fjölmiðla benda til alls annars en þess sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna fullyrðir í ræðunni. Krafan er vitaskuld sú að íslensk stjórnvöld rannsaki málið á eigin spýtur en taki ekki athugasemdalaust þeim svörum sem frá Bandaríkjunum koma," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira