Innlent

Stefnir í alvarleg átök í Montreal

Kröfuganga í Montreal. Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu í Montreal í Kanada á laugardaginn þar sem varað var við loftslagsbreytingum. Í borginni stendur yfir tíu daga loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, en þar er til umræðu Kyoto-samkomulagið um útblástur gróðurhúsalofttegunda og framhald þess.
Kröfuganga í Montreal. Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu í Montreal í Kanada á laugardaginn þar sem varað var við loftslagsbreytingum. Í borginni stendur yfir tíu daga loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, en þar er til umræðu Kyoto-samkomulagið um útblástur gróðurhúsalofttegunda og framhald þess.

Tuttugu og fjórir bandarískir öldunga­deildar­­þing­menn sendu í gær Bush forseta sínum bréf þar sem skorað er á hann að taka af fullum heilindum þátt í samningaviðræðum á lofts­lags­þingi Sameinuðu þjóðanna sem stend­ur yfir í Montreal í Kanada.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Árni Finnsson Svartsýnn á að Bandaríkin breyti um stefnu varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Árni Finnsson, formaður Nátt­úru­verndar­samtaka Íslands, segir ljóst að þrýst­ing­ur á stjórn Banda­ríkjaforseta sé að aukast, en hún hefur sett sig upp á móti Kyoto-samkomulaginu um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

"Bush er að einangrast sífellt meira í afneitunarstefnu sinni, sem því miður hefur líka orðið vart á Íslandi," segir hann, en í Montreal var einnig kynnt í gær sam­þykkt 180 borgar­stjóra í Banda­ríkjunum um að fara að Kyoto-bókuninni.

"Öldunga­deild­ar­þing­mennir­nir eru greinilega að vara Bush við því að brátt verði farið af stað með laga­­setn­ingu um bind­andi tak­mark­anir á los­un gróður­húsa­loft­teg­unda, en slík lög yrðu þá í sam­ræmi við sam­þykkt­ir ramma­samn­ings­ins um loft­lags­breyt­ing­ar sem Banda­­rík­in eiga þó aðild að."

Árni segir hins vegar alveg ljóst að Banda­ríkja­stjórn ætli ekkert að gera. "Fylgis­menn Bush forseta líta á Kyoto sem blóts­yrði og allar tak­mark­anir á athafna­frelsi manns­ins sem kommún­isma. Þess vegna er svo mikil­vægt að aðr­ar þjóð­ir haldi áfram á braut Kyoto-bókunar­inn­ar."

Hann segir Náttúru­verndar­sam­tök­in hafa sent um­hverfis­ráð­herra bréf þar sem skorað er á hana að taka af allan vafa um að Ís­land fylgi Noregi, Dan­mörku, Sví­þjóð og öðr­um ríkj­um Evrópu að málum hvað varðar áfram­hald Kyoto-bókunarinnar.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Sigríður Anna Umhverfisráðherra segir ríða á að fá fleiri þjóðir standi að Kyoto-bókuninni.

Sigríður Anna Þórðardóttir um­hverfis­ráð­herra segir ljóst að við munum eiga auð­velt með að standa við skuldbindingar Kyoto-bókunarinnar.

"En síðan finnst mér og mörg­um öðr­um að nauð­syn­legt sé að fá stóru þjóðir­nar, svo sem Banda­ríkja­menn, að borð­inu. Og eins ríki á borð við Ind­land, Kína og Ástralíu. Við heyr­um á em­bættis­mönn­um okkar sem komnir eru á undan til Mont­real að menn séu farn­ir að takast mjög alvar­lega á," segir hún, en í gærkvöldi flaug Sigríður Anna til Kanada með umhverfis­ráð­herra Hollands sem sótti land­ið heim.

"Það sem skiptir mestu máli er að okkur miði fram á veginn á þessum fundi, sem er sá fyrsti sem er haldinn eftir að ljóst var að Kyoto-bókunin tæki gildi, segir Sigríður Anna og kvað einnig horft til þess hvað tæki við þegar fyrsta skuldbindingartímabilinu, 2008 til 2012, lyki. Og á ég nú von á því að það verði heitasta málið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×