Erlent

Landnemum fjölgar

Ísraelskum landtökumönnum á Vesturbakkanum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri. Eftir vel heppnaðan brottflutning Ísraela frá Gaza-ströndinni bjuggust margir við að svipuð þróun væri í bígerð á Vesturbakkanum. Nýjar tölur frá ísraelska innanríkisráðuneytinu sýna aftur á móti að landnemum þar hefur fjölgað um fimm prósent á einu ári og eru þeir nú 246 þúsund. Búist er við að hluti þeirra 8.500 sem bjuggu á Gaza muni flytjast á Vesturbakkann og því mun fjöldi landtökumanna þar aukast enn meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×