Erlent

Þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá 1977

Á næstu dögum verður þúsundasti fanginn tekinn af lífi frá því að aftökur voru leyfðar á ný. Það var árið 1977 sem aftökur hófust á ný þegar Gary Gilmore var leiddur fyrir aftökusveit í Utah og skotinn. Þúsundasti fanginn verður líkast til Robin Lovitt, sem var sakfelldur fyrir að stinga mann í hálsinn með skærum í ráni árið 1998. DNA-rannsókn á skærunum var ekki afgerandi og síðar var skærunum hent og því ekki hægt að rannsaka þau aftur. Engu að síður hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna því í október að taka mál Lovitts fyrir. Þrjú þúsund og fjögur hundruð fangar bíða þess að verða teknir af lífi í bandarískum fangelsum, þar af hundrað og átján útlendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×