Erlent

Óttast að vatnsból borgarinnar sé mengað

Í Khabarovsk óttast íbúar nú að vatnsból borgarinnar sé mengað en drykkjarvatnið er tekið úr ánni Songhua. Hún rennur fyrst í gegnum Kína og þann þrettánda nóvember síðastliðinn fór út í hana mikið magn eiturefna eftir sprengingu í efnaverksmiðju þar, með fyrrgreindum afleiðingum. Rússar fengu þó fyrst að vita af málinu í þessari viku, sem Kínverjar segja fullkomlega eðlilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×