Erlent

Mengun frá efnaverksmiðju berst til Harbin

Íbúar í Harbin standa við ána Songhua sem er nú menguð á 80 kílómetra kafla.
Íbúar í Harbin standa við ána Songhua sem er nú menguð á 80 kílómetra kafla. MYND/AP

Um áttatíu kílómetra kafli í ánni Songhua í Norðaustur-Kína er nú talinn vera mengaður eftir sprengingu í efnaverksmiðju við ána í síðustu viku. Mengunin hefur nú borist til Harbin, einnar af stærstu borgum Kína, og hafa yfirvöld hvatt fólk til að halda sig frá ánni. Áður höfðu þau skrúfað fyrir vatnið í borginni þar sem það er sótt í ána.

Fregnir herma að magnið af hreinsiefninu bensen í ánni sé 30 sinnum meira en öruggt getur talist en talið er að það taki efnið um tvo daga að berast niður með ánni með fram Harbin. Yfir 16 þúsund tonn af vatni hafa verið flutt til borgarinnar en það er minna en borgarbúar nota á degi hverjum. Þá eru starfsmenn fimmtán sjúkrahúsa í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra eitrunartilfella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×