Erlent

Rekin fyrir að verða barnshafandi utan hjónabands

Kennslukona í Queens í New York hefur kært skólann sem hún kenndi við eftir að hún var rekin þaðan þar sem hún varð ófrísk án þess að vera í hjónabandi. Hin 26 ára Michelle McCusker kenndi við kaþólskan barnaskóla í Queens en var rekin í síðasta mánuði þegar skólayfirvöld komust að því að hún var barnshafandi.

McCusker segist ekki skilja hvers vegna gripið sé til svo harkalegra aðgerða þegar horft sé til þess að kaþólks trú byggist á fyrirgefningu og virðingu fyrir lífinu. Það eru mannréttindasamtök í New York sem höfða málið fyrir McCusker og þau segja AÐ henni hafa verið mismunað á grundvelli kynferðis. Talsmenn erkibiskupsdæmisins í New York segja hins vegar að skólinN hafi ekki átt annars úrkosti en að fylgja þeim reglum sem kveðið sé á um í handbók kennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×