Erlent

Víg í Nuevo Laredo í Mexíkó

Maður og fjögurra ára frænka hans féllu þegar uppreisnarmenn hófu skothríð á bíl mannsins í borginni Nuevo Laredo í Mexíkó í gærkvöld. Systir mannsins og annað barn hennar, sem einnig voru í bílnum, særðust í árásinni en þó ekki lífshættulega. Lögreglan segir að minnsta kosti fimmtíu byssukúlur hafa lent á bílnum en ekki er vitað um ástæðu árásarinnar. Málið er í rannsókn en árásum sem þessum hefur fjölgað að undanförnu í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×