Erlent

Merkel segir Evrópu þurfa stjórnarskrá

MYND/AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir Evrópusambandið ekki mega afskrifa stjórnarskrárdrögin sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum í sumar. Sagði Merkel, er hún heimsótti höfuðstöðvar sambandsins í Brussel í dag, Evrópu þarfnast stjórnarskrár. Leiðtogar aðildarríkja ESB undirrituðu stjórnarskrársáttmálann í Róm fyrir rúmu ári eftir 28 mánaða samningaviðræður. Sáttmálinn þarf að hljóta samþykki í öllum aðildarríkjunum til að öðlast gildi en fyrr á árinu felldu bæði Frakkar og Hollendingar hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×