Innlent

Hrefnuveiði hafin

Þrjár hrefnur veiddust í dag, á fyrsta veiðidegi. Hrefnuveiðimaðurinn Konráð Eggertsson á Ísafirði lagði úr höfn eldsnemma í morgun til veiða. Um leið og hvalveiðiflotinn hélt úr höfn sást til hvala í Keflavíkurhöfn. Alls má veiða þrjátíu og níu hrefnur á þessari vertíð og hljóðið í Konráði Eggertssyni var gott í morgun þegar hann lét úr höfn. Hann lét þó hvalaskoðunarmenn heyra það - svona rétt í upphafi vertíðari og sagði að hann og aðrir hvalveiðimenn væru orðnir langþreyttir á lygamerðinum frá Húsavík og sagði að svo virtist sem hann tryði því að ef það sé logið nógu oft og nógu lengi sama hlutnum að fólki þá fari fólk að trúa því. Hann segir ummælin um að þeir séu að skjóta á skoðunarsvæðum vera atvinnuróg og segir það sé ekki rétt þar sem engin skoðunarsvæði séu til og síðan vísaði Konráð á Hafrannsóknarstofnun. Á sama tíma og Hrefnu-Konni sigldi úr höfn létu hrefnurnar sjá sig í Keflavíkurhöfn. Þar voru þrjár hrefnur og einn hnúfubakur og voru þau ófeimin við bryggjuna. Hrefna Ingimundardóttir hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Moby Dick segir að það sé búin að vera mikið líf á svæðinu og torfur af fiski sem hrefnunar leiti í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×