Láta öllum illum látum 6. júlí 2005 00:01 Hundruð mótmælenda hafa látið öllum illum látum í Skotlandi í morgun þar sem ráðstefna leiðtoga G8-iðnríkjanna hefst síðar í dag. Útlit er fyrir að friðsömum mótmælum sem áttu að fara fram síðar í dag verði aflýst vegna ólátanna í morgun. Strax eldsnemma í morgun gengu nokkur hundruð mótmælendur hreinlega berseksgang nærri Gleneagles þar sem fundurinn hefst síðar í dag. Um þrjú hundruð hettuklæddir mótmælendur þrömmuðu um götur nærri fundarstaðnum og brutu rúður í verslunum og bílum og létu öllum illum látum. Þeir létu svo til skarar skríða gegn lögreglumönnum, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Einn lögreglubíll varð að flýja af vettvangi þegar hópur manna gerði aðsúg að bílnum og byrjaði að berja í rúður hans með járnrörum og öðrum bareflum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast alvarlega í átökunum en tveir mótmælendur voru handteknir og götum í nágrenni fundarstaðarins var lokað. Þá kom til mikilla átaka á milli lögreglu og mótmælenda við aðalþjóðveginn á milli Edinborgar og Gleneagles. Vegurinn hefur verið lokaður í morgun þar sem erfiðlega hefur gengið að rýma hann. Talið er að mótmælendurnir ætli sér að reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlafólk og embættismenn komist á fundarstaðinn. Mikil umferðarteppa hefur myndast eftir að þjóðveginum var lokað. Mótmælendurnir koma flestir frá Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Lögregla aflýsti á tólfta tímanum friðsömum mótmælum sem búið var að gefa leyfi fyrir í bænum Achterarder sem er í nágrenni Gleneagles. Leyfi hafði verið gefið fyrir fimm þúsund manna friðsömum mótmælum þar en eftir atvik morgunsins telur lögregla rétt að afturkalla mótmælin þar sem þau kunni að stefna almennum borgurum í verulega hættu. Lögreglumenn og skipuleggjendur mótmælanna funda nú um hvort halda megi mótmælin á öðrum stað eða með öðrum hætti en upphaflega var gert ráð fyrir. Erlent Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Hundruð mótmælenda hafa látið öllum illum látum í Skotlandi í morgun þar sem ráðstefna leiðtoga G8-iðnríkjanna hefst síðar í dag. Útlit er fyrir að friðsömum mótmælum sem áttu að fara fram síðar í dag verði aflýst vegna ólátanna í morgun. Strax eldsnemma í morgun gengu nokkur hundruð mótmælendur hreinlega berseksgang nærri Gleneagles þar sem fundurinn hefst síðar í dag. Um þrjú hundruð hettuklæddir mótmælendur þrömmuðu um götur nærri fundarstaðnum og brutu rúður í verslunum og bílum og létu öllum illum látum. Þeir létu svo til skarar skríða gegn lögreglumönnum, vopnaðir flöskum, steinum og járnstöngum. Einn lögreglubíll varð að flýja af vettvangi þegar hópur manna gerði aðsúg að bílnum og byrjaði að berja í rúður hans með járnrörum og öðrum bareflum. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast alvarlega í átökunum en tveir mótmælendur voru handteknir og götum í nágrenni fundarstaðarins var lokað. Þá kom til mikilla átaka á milli lögreglu og mótmælenda við aðalþjóðveginn á milli Edinborgar og Gleneagles. Vegurinn hefur verið lokaður í morgun þar sem erfiðlega hefur gengið að rýma hann. Talið er að mótmælendurnir ætli sér að reyna að koma í veg fyrir að fjölmiðlafólk og embættismenn komist á fundarstaðinn. Mikil umferðarteppa hefur myndast eftir að þjóðveginum var lokað. Mótmælendurnir koma flestir frá Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Lögregla aflýsti á tólfta tímanum friðsömum mótmælum sem búið var að gefa leyfi fyrir í bænum Achterarder sem er í nágrenni Gleneagles. Leyfi hafði verið gefið fyrir fimm þúsund manna friðsömum mótmælum þar en eftir atvik morgunsins telur lögregla rétt að afturkalla mótmælin þar sem þau kunni að stefna almennum borgurum í verulega hættu. Lögreglumenn og skipuleggjendur mótmælanna funda nú um hvort halda megi mótmælin á öðrum stað eða með öðrum hætti en upphaflega var gert ráð fyrir.
Erlent Fréttir Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira