Innlent

Pilturinn fannst látinn

Pilturinn sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að frá í gær fannst upp úr klukkan tólf, og var hann látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann drenginn í sjónum í Nauthólsvík. Hans hafði verið saknað frá því skömmu eftir miðnætti á þriðjudagskvöld og beindist leitin fljótlega að Öskjuhlíð og svæðinu þar í kring. Kafarar höfðu leitað piltsins í morgun, auk þess sem gengnar voru fjörur, en leitin bar ekki árangur fyrr en skömmu eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir leitarsvæðið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×