Fylgst með heimavist á Akureyri 24. ágúst 2005 00:01 Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Myndavélar eru staðsettar við innganga og í sameiginlegum vistarverum nemenda, en á vistinni búa 330 manns. Að sögn íbúa er merkingum, sem segja til um að vöktun fari fram, ábótavant og mun nokkur fjöldi nemenda látið í ljós óánægju sína, meðal annars með formlegum kvörtunarbréfum til framkvæmdastjóra vistarinnar. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Magnússon, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag að vélarnar ættu að tryggja sem bestar og öruggastar heimilisaðstæður. Þó eru dæmi um að nemendur telji það ekki réttlæta að einkalíf þeirra sé virt að vettugi eins og það var orðað. Sá benti á að heimavistin er heimili nemendanna í níu mánuði ársins og skv. 7. grein laga um húsaleigubætur er heimavist skilgreind sem heimili. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur hvers manns að njóta friðhelgi einkalífs á heimili sínu. Einnig eru gerðar athugasemdir við að herbergisskoðanir eru framkvæmdar hálfsmánaðarlega á vistinni til að kanna umgengni í herbergjum nemenda. Slíkar skoðanir fara þannig fram að starfsmaður bankar upp á. Ef ekki er komið til dyra innan nokkurra sekúndna er farið inn á herbergið. Nemdandinn segir að það hljóti að vera augljóst að þeir geti aldrei notið algjörrar friðhelgi ef þeir eiga á hættu að komið verði inn í herbergi þeirra hvenær dags sem er. Framkvæmdastjóri vistarinnar segir að vissulega séu í gildi strangar umgengnis- og agareglur sem hafi uppeldislegt gildi. Hann bendir jafnframt á þær séu kynntar nemendum áður en þeir flytja inn. Persónuvernd hefur bannað vöktun með öryggismyndavélum á göngum heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Þar var sextán myndavélum komið fyrir. Sextán myndavéla kerfi var keypt fyrir heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, en vélarnar hafa þó ekki allar verið í notkun að sögn framkvæmdastjóra heimavistarinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Myndavélar eru staðsettar við innganga og í sameiginlegum vistarverum nemenda, en á vistinni búa 330 manns. Að sögn íbúa er merkingum, sem segja til um að vöktun fari fram, ábótavant og mun nokkur fjöldi nemenda látið í ljós óánægju sína, meðal annars með formlegum kvörtunarbréfum til framkvæmdastjóra vistarinnar. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Magnússon, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar í dag að vélarnar ættu að tryggja sem bestar og öruggastar heimilisaðstæður. Þó eru dæmi um að nemendur telji það ekki réttlæta að einkalíf þeirra sé virt að vettugi eins og það var orðað. Sá benti á að heimavistin er heimili nemendanna í níu mánuði ársins og skv. 7. grein laga um húsaleigubætur er heimavist skilgreind sem heimili. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur hvers manns að njóta friðhelgi einkalífs á heimili sínu. Einnig eru gerðar athugasemdir við að herbergisskoðanir eru framkvæmdar hálfsmánaðarlega á vistinni til að kanna umgengni í herbergjum nemenda. Slíkar skoðanir fara þannig fram að starfsmaður bankar upp á. Ef ekki er komið til dyra innan nokkurra sekúndna er farið inn á herbergið. Nemdandinn segir að það hljóti að vera augljóst að þeir geti aldrei notið algjörrar friðhelgi ef þeir eiga á hættu að komið verði inn í herbergi þeirra hvenær dags sem er. Framkvæmdastjóri vistarinnar segir að vissulega séu í gildi strangar umgengnis- og agareglur sem hafi uppeldislegt gildi. Hann bendir jafnframt á þær séu kynntar nemendum áður en þeir flytja inn. Persónuvernd hefur bannað vöktun með öryggismyndavélum á göngum heimavistar Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Þar var sextán myndavélum komið fyrir. Sextán myndavéla kerfi var keypt fyrir heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, en vélarnar hafa þó ekki allar verið í notkun að sögn framkvæmdastjóra heimavistarinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira