Erlent

Egyptar taka við vörslunni

Ríkisstjórnir Ísraels og Egyptalands hafa komist að samkomulagi um að egypski herinn taki við landamæravörslu á landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins af öryggissveitum Ísraelshers. Flutningur ísraelska hersins frá landamærunum er lykilatriði þegar kemur að því að binda endi á 38 ára langa hersetu Ísraela á Gaza-svæðinu. Það sem hingað til hafði komið í veg fyrir samkomulag var ótti Ísraela við að vopnasmygl myndi færast í aukana ef egyptar tækju við vörslunni. Fyrir vikið eru lagðar ríkar kröfur á egypsku landamæraverðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×