Erlent

Erfið barátta við elda í Portúgal

Frakkar, Spánverjar, Ítalir og Hollendingar hafa allir sent aðstoð til Portúgals til að berjast við gríðarlega skógarelda. Á meðan veðurskilyrði breytast ekki er baráttan þó erfið, enn loga fimm eldar og það er ekki auðvelt að ná tökum á þeim. Verstu eldarnir geisa í kringum borgina Coimbra og eru tíu hús í úthverfi borgarinnar þegar ónýt og fleiri eru í hættu. Íbúarnir reyna hvað þeir geta að aðstoða slökkviliðsmenn með því að sprauta úr garðslöngum og berja jafnvel eldinn með greinum bara til að gera eitthvað. Lögregla handtók í dag fjóra menn, grunaða um íkveikjur, en alls hafa 102 verið handteknir á árinu fyrir þær sakir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×