Erlent

Átak gegn hundaskít í Búdapest

Borgaryfirvöld í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, ætla að eyða 65 milljónum króna í herferð til að draga úr hundaskít í borginni. Talið er að um 400 hundruð þúsund hundar séu í Búdapest og að þeir skilji eftir sig 14.600 tonn af hundaskít árlega. Mest af honum lendir á gangstéttum og í almenningsgörðum borgarinnar, vegfarendum til mikils ama og jafnvel heilsutjóns. Peningunum verður eytt í sjónvarpsauglýsingar, hundruð sérstakra ruslatunna fyrir hundaskít og í hreinsunarvélar fyrir gangstéttirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×