Grótta og KR slíta samstarfinu 20. maí 2005 00:01 Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust." Íslenski handboltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust."
Íslenski handboltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn