Erlent

Viðræður í þrot

Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar sem átt hefur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuáætlun Kóreumanna sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu gert allt sem þeir gætu til að sannfæra yfirvöld í Norður-Kóreu um að afvopnast. Ekkert hefði þó komið fram í viðræðunum, sem eiga sér nú stað í Kína, sem gæfi það til kynna að samningar væru að nást. "Við höfum gert allt sem við getum. Við höfum talað við alla sem við getum talað við," sagði Christopher Hill, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í lok níunda dags viðræðna í gær. Hvorki Hill né sendifulltrúar Norður- eða Suður Kóreu, Japans, Kína eða Rússlands vildu tjá sig í gær um það hversu langan tíma viðræðurnar myndu taka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×