Lífið

Frestunin hefur ýmsar afleiðingar

Frestun hins konunglega brúðkaups Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles um sólarhring hefur margvíslegar óvæntar afleiðingar. Hjónaleysin neyddust til að fresta brúðkaupi sínu til laugardags vegna jarðarfarar Jóhannesar Páls páfa á föstudag. Minjagripaverslanir í Bretlandi eru í miklum vanda vegna þessa því nú þarf að breyta dagsetningum á öllum minjagripunum sem til sölu eru í verslunum: plöttum, veggspjöldum og krúsum svo fátt eitt sé nefnt. Það er hins vegar eftirlíking af trúlofunarhring Camillu sem selst best af öllu. Hringurinn rennur út eins og heitar lummur og hafa pantanir borist hvaðanæva að úr heiminum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.