Innlent

Þjóðskrá ratar heim

Meðal þess sem rætt var á ríkisstjórnarfundi í gær var flutningur þjóðskrár frá Hagstofu til dómsmálaráðuneytis. Það var Davíð Oddsson, sem þangað til í gær gegndi embætti hagstofuráðherra sem viðraði málið. "Það hefur verið lengi á dagskrá að gera þessa breytingu bæði til hagræðis og til að styrkja framkvæmd stjórnsýslureglna," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Ef tillagan verður að lögum flytur þjóðskráin aftur í Skuggasund þar sem hún var áður til húsa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×