Innlent

Biðraðir vegna lóða í Kópavogi

"Það hefur verið mikil umferð hjá okkur bæði í gær og í dag. Raunverulega hefur verið biðröð hér síðan hálf níu í morgun og alveg þangað til fresturinn rann út klukkan þrjú," segir Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri í Kópavogi. Frestur rann út í gær til að sækja um 30 íbúðalóðir í fjölbýli, fimmtán einbýlishúsalóðir, sex parhús, eitt raðhús og eitt fjórbýli. Kópavogsbær gerði kröfu um 25 milljóna greiðslugetu fyrir einbýlishúsalóð og tuttugu milljóna greiðslugetu fyrir raðhúsum og parhúsum. Birgir segir næsta skrefið vera að koma öllum gögnum fyrir í tölvukerfinu. "Umsóknirnar verða svo teknar fyrir á bæjarráðsfundi. Bæjarráðið vinnur úr þessu samkvæmt verklagsreglum. Næsti bæjarráðsfundur verður á fimmtudag í næstu viku. Það er mögulegt að það náist að taka þetta fyrir þá," segir Birgir. Birgir segir þessa miklu ásókn í lóðir sýna hversu bærinn er vinsæll. "Það komast færri að en vilja," segir Birgir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×