Íslenskur langferðabíll verður til 27. september 2005 00:01 Það má heita ævintýralegt að í húsnæði Vagna og þjónustu á Tunguhálsinum í Reykjavík vinni menn myrkranna á milli við að smíða bíl. Og það engan smábíl heldur rútu sem rúmar 21 farþega, ekil og leiðsögumann. Íslendingar hafa ekki verið í fararbroddi bílaframleiðenda í heiminum en reynsla okkar af breytingum jeppa og smíði yfirbygginga á vöruflutngabíla er talsverð. Í þann reynslubanka sækir Ari Arnórsson. "Við eigum mjög færa menn í því sem þarf til að búa til farartæki sem á ekki sinn líka annars staðar í heiminum," segir hann. Ari hefur lengi haft haft áhuga á bílum og ferðalögum og sameinar það tvennt í stóra draumnum sínum sem nú er að verða að veruleika. Og ástæða þess að hann réðist í verkið er tiltölulega einföld. "Ég hef lengi talað um þetta og safnað saman upplýsingum og fyrst enginn annar gerði þetta þá varð ég að gera það sjálfur." Áratugs undirbúningi lauk í maí þegar smíðin sjálf hófst. Unnið er með svokölluð samlokuefni en það er plastefni sem nýtt hefur verið til yfirbygginga vöruflutningabíla hérlendis í á þriðja áratug. En hver var kveikjan að hönnuninni? "Ég vil að ferðafólk geti farið um Ísland, hvernig sem vegirnir eru og notið þess. Ég hef liðið fyrir það í mínu starfi að farþegarnir hafa verið hálf kvaldir af að hristast og hendast til og frá í þeim bílum sem við höfum notað. Kveikjan var semsagt að finna eitthvað betra," segir Ari en hann hefur starfað sem öku- og leiðsögumaður og veit um hvað hann er að tala. Og honum er talsvert niðri fyrir þegar hann talar um málið. "Það er að mínu mati ólíðandi hvernig við förum með okkar verðmætu ferðamenn sem hafa borgað háar fjárhæðir fyrir að ferðast um landið. Ég samþykki ekki að vegirnir séu ónýtir og að það eigi að slétta og malbika alla íslenska vegi, ég tel að farartækin eigi að henta vegunum en ekki öfugt." Ísar R2-bíllinn er byggður ofan á undirvagn sem er af Ford E 450. Hann er hins vegar mikið breyttur og í raun vafamál hvort hann geti ennþá kallast Ford. "Það er allt gert af Íslendingum og þess vegna er þetta íslenskur bíll," segir Ari sem vonast til að ljúka smíðinni í október og geta frumsýnt hann og kynnt fyrir landsmönnum. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Það má heita ævintýralegt að í húsnæði Vagna og þjónustu á Tunguhálsinum í Reykjavík vinni menn myrkranna á milli við að smíða bíl. Og það engan smábíl heldur rútu sem rúmar 21 farþega, ekil og leiðsögumann. Íslendingar hafa ekki verið í fararbroddi bílaframleiðenda í heiminum en reynsla okkar af breytingum jeppa og smíði yfirbygginga á vöruflutngabíla er talsverð. Í þann reynslubanka sækir Ari Arnórsson. "Við eigum mjög færa menn í því sem þarf til að búa til farartæki sem á ekki sinn líka annars staðar í heiminum," segir hann. Ari hefur lengi haft haft áhuga á bílum og ferðalögum og sameinar það tvennt í stóra draumnum sínum sem nú er að verða að veruleika. Og ástæða þess að hann réðist í verkið er tiltölulega einföld. "Ég hef lengi talað um þetta og safnað saman upplýsingum og fyrst enginn annar gerði þetta þá varð ég að gera það sjálfur." Áratugs undirbúningi lauk í maí þegar smíðin sjálf hófst. Unnið er með svokölluð samlokuefni en það er plastefni sem nýtt hefur verið til yfirbygginga vöruflutningabíla hérlendis í á þriðja áratug. En hver var kveikjan að hönnuninni? "Ég vil að ferðafólk geti farið um Ísland, hvernig sem vegirnir eru og notið þess. Ég hef liðið fyrir það í mínu starfi að farþegarnir hafa verið hálf kvaldir af að hristast og hendast til og frá í þeim bílum sem við höfum notað. Kveikjan var semsagt að finna eitthvað betra," segir Ari en hann hefur starfað sem öku- og leiðsögumaður og veit um hvað hann er að tala. Og honum er talsvert niðri fyrir þegar hann talar um málið. "Það er að mínu mati ólíðandi hvernig við förum með okkar verðmætu ferðamenn sem hafa borgað háar fjárhæðir fyrir að ferðast um landið. Ég samþykki ekki að vegirnir séu ónýtir og að það eigi að slétta og malbika alla íslenska vegi, ég tel að farartækin eigi að henta vegunum en ekki öfugt." Ísar R2-bíllinn er byggður ofan á undirvagn sem er af Ford E 450. Hann er hins vegar mikið breyttur og í raun vafamál hvort hann geti ennþá kallast Ford. "Það er allt gert af Íslendingum og þess vegna er þetta íslenskur bíll," segir Ari sem vonast til að ljúka smíðinni í október og geta frumsýnt hann og kynnt fyrir landsmönnum.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira