Innlent

Álver í Helguvík fyrir 2015

Gangi allt eftir, verður nýtt tvöhundruð og fimmtíu þúsund tonna álver reist í Helguvík í Reykjanesbæ. Framleiðsla gæti hafist eftir fimm til tíu ár. Fulltrúar Norðuráls, Reykjanesbæjar, og Hitaveitu Suðurnesja sammæltust í maí síðastliðnum um að kanna möguleikann á rekstri álvers í Helguvík. Niðurstöður þeirrar könnunar liggja nú fyrir og samkvæmt þeim ætti að vera unnt að byggja 250 þúsund tonna álver á núverandi iðnaðarsvæði í landi Reykjanesbæjar þannig að öllum umhverfisskilyrðum sé jafnframt fullnægt. Í niðurstöðunum kemur fram að hafnarskilyrði í Helguvík séu mjög ákjósanleg og forsenda fyrir uppbyggingu álvers á svæðinu. Þá eru stækkunarmöguleikar líka fyrir hendi og fyrstu athuganir á flutningsleiðum fyrir raforku gefa jákvæð fyrirheit. Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsvilðs norðuráls segir að gangi öll áform eftir sé gert ráð fyrir áð álframleiðsla geti hafist í Helguvík á árabílinu tvö þúsund og tíu til tvö þúsund og fimmtán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×