Innlent

Framsóknarmenn á Akureyri álykta

Framsóknarfélag Akureyrar hefur ályktað um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ályktunin er svohljóðandi: „Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar, haldinn 26. september 2005, skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi flugsamgöngur milli landsbyggðar og höfuðborgar með óbreyttri staðsetningu innanlandsflugvallar í Reykjavík. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar, haldinn 26. september 2005, skorar á stjórnvöld að hraða undirbúningi vegna ferðajöfnunarsjóðs íþróttafélaga. Ferðakostnaður er að sliga landsbyggðaríþróttafélög sem vart eru orðin samkeppnishæf við félög á höfuðborgarsvæðinu.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×