Innlent

Logi Bergmann ráðinn til 365

Logi Bergmann Eiðsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Logi Bergmann verður einn af aðallesurum kvöldfrétta 365 ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni og Eddu Andrésdóttur. Hann mun einnig byggja upp og stjórna nýjum þáttum hjá 365. Það eru því litlar líkur á að Logi muni stýra Opnu húsi, nýjum dægurmálaþætti hjá Ríkissjónvarpinu, sem hefur göngu sína í næsta mánuði. Logi Bergmann hefur starfað síðustu fjórtán árin hjá Ríkissjónvarpinu. Hann var áður varafréttastjóri á fréttastofu Ríkissjónvarpsins og hefur meðal annars stýrt spurningaþættinum Gettu Betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×